Myndband: Ótrúleg dramatík í NFL

11.01.2016 - 11:09
epa05096164 Minnesota Vikings kicker Blair Walsh walks off the field after missing a 27 yard field goal that would have won the game against the Seattle Seahawks in the final seconds of the second half of the NFC Wild Card Playoff game in Minneapolis,
Blair Walsh hleypur af velli eftir leikinn í Minneapolis í gærkvöld  Mynd: EPA
Úrslitakeppnin í NFL-ruðningsdeildinni er hafin og óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í fimbulkulda í Minneapolis í Minnesota-ríki í gærkvöld þegar Minnesota Vikings og Seattle Seahawks mættust í svokölluðum „Wild Card“ leik um laust sæti í 8-liða úrslitum NFL.

Staðan var 10-9 fyrir Seattle þegar 22 sekúndur voru eftir af leiknum og sparkarinn Blair Walsh gat farið langleiðina með að tryggja heimamönnum í Minnesota sigurinn með vallarmarki af 25 metra færi. 

Walsh, sem hafði náð í öll níu stig Minnesota í leiknum með vallarmörkum, klikkaði hins vegar á ögurstundu og liðsmenn Seattle, sem hafa spilað til úrslita í NFL síðustu tvö tímabil, ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, ekki frekar en aðrir á vellinum.

Walsh skoraði flest snertimörk allra í NFL-deildinni á leiktíðinni eða 34 talsins en það má segja að líkurnar á því að sparkari í NFL klúðri af þessu færi séu um 1%. Sparkarar í deildinni skoruðu úr 189 af 191 tilraun af 25 metra færi eða styttra á þessu tímabili. Walsh var algjörlega niðurbrotinn en eftir leikinn en í myndskeiðinu að neðan má sjá þetta dramatíska atvik.

 

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður