Myndband: Fyrsta mark Jóns Daða

04.03.2016 - 22:15
Mynd með færslu
Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu.  Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir Kaierslautern í tapleik gegn Nürn­bergí þýsku B-deildinni. Jón Daði jafnaði leikinn í 1-1 á 22. mínútu. Það reyndist hins vegar ekki nóg því heimamenn skoruðu sigurmarkið þegar skammt var eftir af leiknum og fögnuðu 2-1 sigri.

Jón Daði lék allan leikinn hjá Kaiserslautern en hann gekk til liðs við þýska félagið í upphafi árs frá Viking í Noregi.

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Nürn­berg vegna meiðsla.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður