Myndband: Eaton-hjónin sigursæl á HM

20.03.2016 - 13:19
Það var góð helgi á Eaton hjónunum á Heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Portland, Bandaríkjunum. Ashton Eaton sigraði í sjöþraut karla og varð þar með fyrsti karlkeppandinn í greininni til að vinna þrjú gullverðlaun á þremur Heimsmeistaramótum. Eatson hlaut alls 6.470 stig en heimsmetið, sem hann á sjálfur, er 6.645 stig.

Sigurinn kom degi eftir að eiginkona hans, Brianne Theisen-Eaton, hlaut gullverðlaun í fimmtarþraut. Ashton vildi reyndar meina að eiginkonan hefði stolið senunni. „Ekkert sem ég gerði komst nálægt hennar afreki,“ sagði eiginmaðurinn stoltur.

Fyrsti sigurvegarinn frá Venesúela
Yulimar Rojas frá Venesúela hlaut gullverðlaun í þrístökki kvenna en hún stökk 14,41 metra og er það með fyrsti gullverðlaunahafinn frá Venesúela í mótinu. 

Í 800 metra hlaupi karla var það Bandaríkjamaðurinn Boris Berian sem stal senunni. Hann fór hratt af stað og leiddi hlaupið frá upphafi og tryggði sér gullið eftirsótta. Hann hljóp á samtals 1:45.83 og ætlaði allt um koll að keyra í íþróttahöllinni í Oregon þegar Berian kom í mark.

Kemi Adekoya tryggði Asíu sín fyrstu gullverðlaun í 400 metra hlaupi kvenna. Hún setti nýtt Asíumet þegar hún hljóp á tímanum 51.45 og sigraði í hlaupinu. Hún var að undan Bandaríkjakonunum Ashley Spencer og Quanera Hayes.

Sögulegur sigur í kúluvarpi
Michelle Carter frá Bandaríkjunum fangaði sigri í kúluvarpi kvenna og var fyrst bandaríska kvenna til að vinna alþjóðlegan titil í íþróttinni. Hún kastaði kúlunni 20.21 metra sem er nýtt Ameríkumet.

Tékkinn Pavel Maslak sigraði í 400 metra hlaupi karla með mjög taktísku hlaupi. Hann varði þar með titil sinn í greininni en hann hljóp á tímanum 45.44 en Maslak tók forystuna í hlaupinu þegar 50 metrar voru í mark. Abdalelah Haroun frá Katar varð annar og Deon Lendore frá Trínidad og Tobago varð þriðji.

Don Bin frá Kína sigraði í þrístökki karla með stökki upp á 17,33 metra og Sidan Hassan frá Hollandi vann gullverðlaun í 4.000 metra hlaupi kvenna á tímanum 4:04.96. Barbara Pierre frá Bandaríkjunum hampaði sigri í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7:02 og 15 ára bið Ítalíu eftir gullverðlaunum í mótinu er á enda eftir að hástökkvarinn Tamberi nældi í gullið eftir að hafa stokkið 2.36 metra. Það dugði til sigur en Tamberi gerði þrjár góðar tilraunir til að stökkva 2.40 metra.

Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi kvenna kl. 20:30 í kvöld og verður bein útsending frá HM innanhúss á RÚV2.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður