Murray ver ekki titilinn á Wimbledon

12.07.2017 - 15:34
epa06083276 Andy Murray of Britain in action against Sam Querrey of the USA during their quarter final match for the Wimbledon Championships at the All England Lawn Tennis Club, in London, Britain, 12 July 2017.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA EDITORIAL USE
Andy Murray svekktur eftir leikinn á Wimbledon í dag.  Mynd: EPA
Skotinn Andy Murray féll í dag úr leik í 8-manna úrslitum á Wimbledon tennismótinu í Lundúnum en kappinn átti titil að verja.

Murray, sem er í efsta sæti heimslistans, tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Sam Querrey sem situr í 27. sæti listans.

Querrey vann leikinn í fimm settum, 3-6, 6-4, 6-7, 6-1 og 6-1. Murray vann Wimbledon-mótið sem er það elsta og virtasta í tennisheiminum 2013 og svo aftur 2016.

Í hinum leikjunum í 8-manna úrslitum í karlaflokki eigast við Gilles Müller frá Lúxemborg og Króatinn Marin Cilic, Milos Raonic frá Kanada og Svisslendingurinn Roger Federer og Tékkinn Tomás Berdych og Serbinn Novak Djokovic.

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður