Murray leiðréttir blaðamann: „Fyrsti karlinn?“

13.07.2017 - 10:11
epa06083410 A handout photo made available by ther AELTC shows Andy Murray of Britain giving a press conference immediately after losing to Sam Querrey of USA in the quarter final of the Championships 2017 at The All England Lawn Tennis Club, Wimbledon,
 Mynd: EPA  -  AELTC
Skotinn Andy Murray hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og annars staðar fyrir viðbrögð sín á blaðamannafundi eftir tap gegn Bandaríkjamanninum Sam Querrey í 8-manna úrslitum Wimbledon-mótsins í gær.

Murray, sem átti titil að verja í Lundúnum, fékk þá spurningu frá blaðamanni varðandi þá staðreynd að bandarískur karl hefði ekki komist í úrslit á risamóti í tennis frá árinu 2009. Murray gerði þó réttilega athugasemdir við hvernig spurningin var orðuð. 

„Andy, Sam er fyrsti bandaríski tennisspilarinn til að komast í undanúrslit á risamóti frá 2009, hvernig myndir þú lýsa...„ sagði blaðamaðurinn áður en Murray leiðrétti hann: 

-„Fyrsti karlinn.“

-„Fyrirgefðu?“

-„Fyrsti karlinn, ekki satt?“

Serena Williams unnið tólf risatitla frá 2009

Blaðamaðurinn játti því skömmustulega enda hefur Bandaríkjakonan Serena Williams unnið tólf risamót í tennis bara frá árinu 2009 en 23 í heildina. 

Hér má sjá frétt breska ríkissjónvarpsins, BBC, um málið og þar er hægt að horfa á umrætt atvik.

Margir eru á þeirri skoðun að þarna hafi Murray ráðist að daglegri karllægri hugsun á einfaldan en áhrifaríkan hátt og mamma Wimbledon-meistarans var hæstánægð með strákinn sinn eins og sjá má á Twitter-færslu Judy Murray hér að neðan. 

Mynd með færslu
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður