Munar miklu ef ein fjölskylda fer í frí

14.02.2016 - 10:15
Vetur fep 2016
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RUV.IS
Vetur fep 2016
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RUV.IS
Vetur fep 2016
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RUV.IS
Það getur haft áhrif á verslun í Grímsey ef aðeins ein fjölskylda fer í frí. Í haust var útlit fyrir að verslunarrekstur legðist af en tvær vinkonur ákváðu yfir kaffibolla að opna nýja búð.

Útlitið í verslunarrekstri í Grímsey var dökkt í fyrrahaust. Þá var búðinni, sem hafði verið starfrækt í tæpan áratug, lokað og engin áform voru uppi um nýja verslun. Þetta þóttu heimamönnum slæm tíðindi.

„Við eiginlega hittumst bara í kaffi, ég og Unnur vinkona mín. Við vorum sammála um að það væri varla hægt að búa hér án þess að vera með verslun,“ segir Harpa Þórey SIgurðardóttir verslunarstjóri. Þær ákváðu því að slá til og setja sjálfar á fót verslun í stað þeirrar sem lagt hafði upp laupana. Niðurstaðan var verslunin Grímsherji sem tók til starfa skömmu eftir að fyrri verslun var lokað í hinsta sinn.

Það getur þó verið erfitt að halda úti verslun á stað eins og Grímsey. „En ég held að Grímseyingar séu samtaka og sammála um að láta þetta ganga og hjálpa okkur. Þannig að þetta rúllar allavega.“

Það er hægara sagt en gert að áætla hversu mikið þarf að kaupa inn af ferskvöru, mjólk og ávöxtum. Litlar breytingar geta haft mikið að segja um söluna. „Það munar rosa miklu ef bara ein fjölskylda fer í land. Þá eru kannski fimm farnir af 30. Svo getum við alveg eins verið 20 heima líka.“

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV