MR áfram í undanúrslit

Mynd með færslu
 Mynd: Gettu betur  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Gettu betur  -  RÚV
Lið Menntaskólans í Reykjavík komst áfram í næstu umferð Gettu betur í kvöld eftir sigur á liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ.

Að loknum hraðaspurningum munaði níu stigum á liðunum 10 - 19 en fljótlega jókst bilið meira á milli liðanna og FG-ingar áttu aldrei möguleika. Lið Menntaskólinn í Reykjavík sigraði því lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ eins og fyrr sagði með 37 stigum gegn 15. Lið Menntaskólans í Reykjavík er því komið áfram í undanúrslit keppninnar.  Næsta föstudag eigast við lið Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík.  Viðureignirnar fara fram í beinni útsendingu í sjónvarpssal.  Útsending hefst kl. 20.00.

 

 

Elín Sveinsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Gettu betur
gettu betur 2016
Spurningakeppni framhaldsskólanna gettu betur