Moulin Rouge á Snorrabraut

Innlent
 · 
Menningarefni

Moulin Rouge á Snorrabraut

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
23.01.2016 - 20:11.Hallgrímur Indriðason
Myllan sem hefur verið tákn þjóðhátíðar í Eyjum var í dag flutt til Reykjavíkur, og prýðir Austurbæ í tengslum við sýningu Verzlunarskólans á Moulin Rouge. Einn aðstandenda fékk þá hugmynd að fá mylluna hingað og segir að hún verði þungamiðjan í sýningunni.

Myllan hefur verið táknmynd þjóðhátíðar í Eyjum og verið sett upp í Herjólfsdal á hverju ári um áratuga skeið. Í dag var hún hins vegar komin á Snorrabrautina, í þeim tilgangi að setja hana upp við Austurbæ, og þurfti að loka götunni í norðurátt meðan myllunni var komið fyrir.

Tilgangurinn er að vera tákn fyrir aðra myllu, þá rauðu, þar sem Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands ætlar að sýna Moulin Rouge í Austurbæ.

„Ég skellti mér á þjóðhátíð síðasta sumar og sá þá þessa myndarmyllu sem mér datt í hug að fá hérna í bæinn til að auglýsa okkar skemmtilegu sýningu.,“ segir Kristján Þór Sigurðsson, formaður nemendamótsnefndar Verzló.

Við hafi tekið langt og skemmtilegt ferli með aðstoð einstaklinga og fyrirtækja og er Kristján sérstaklega ánægður með hjálp Eyjamanna. Einn þeirra fylgdi myllunni til borgarinnar með Herjólfi, en hann er vanur að flytja hana í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð.

Nánar var rætt við Kristján í fréttum sjónvarps.