Mótmæli í dómkirkju heilags Páls

Flokkar: Erlent
Frá mótmælum utan við kirkjuna fyrir ári /AFP


  • Prenta
  • Senda frétt

Fjórar ungar, hvítklæddar konur, félagar í svo kallaðri Occupy-hreyfingu, hlekkjuðu sig við prédikunarstólinn í dómkirkju heilags Páls í Lundúnum við kvöldbænir í kvöld.

Konurnar héldu á borða sem á stóð "rekið víxlarana úr musterinu". Kvöldbænir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Konurnar losuðu sig nokkrum klukkustundum síðar þegar lögregla tilkynnti þeim að þær yrðu handteknar gerðu þær það ekki. Þær héldu svo á braut. Ár er síðan félagar í Occupy-hreyfingunni settu upp tjaldbúðir utan við dómkirkjuna.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku