Morgan Freeman les Justin Bieber texta

05.03.2016 - 00:35
Leikarinn Morgan Freeman las texta lagsins „Love Yourself“ með Justin Bieber fyrir bandaríska tímaritið Vanity Fair. Dægurlagatextinn í flutningi hins virta leikara hefur vakið athygli í netheimum og ratar hann inn á nýjan Vinsældalista Rásar 2 sem verður frumfluttur á laugardag klukkan 15.

Sighvatur Jónsson, umsjónarmaður Vinsældalista Rásar 2, blandaði lestrinum við undirspil lagsins og útkomuna sérðu og heyrirðu í spilaranum að ofan. Að neðan er upphaflegi lestur Morgans Freeman og myndbandið við lagið „Love Yourself“ með Justin Bieber.

Mynd með færslu
Sighvatur Jónsson
Vinsældalisti Rásar 2
Þessi þáttur er í hlaðvarpi