Mögnuð endurkoma Njarðvíkur í nágrannaslagnum

22.01.2016 - 21:04
epa04922674 Iceland's Haukur Palsson in action during the FIBA EuroBasket 2015 match between Iceland and Spain in Berlin, Germany, 09 September 2015.  EPA/LUKAS SCHULZE
Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik með Njarðvík í kvöld.  Mynd: EPA
Njarðvík hafði betur gegn nágrönnum sínum í Keflavík í stórslag kvöldsins í Dominos-deild karla, 86-92. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur en Keflvíkingar náðu yfirhöndinni og leiddu fyrir lokaleikhlutann með níu stigum. Njarðvíkingar sýndu hins vegar styrk sinn undir lok leiks náðu í tvö mikilvæg stig.

Haukur Helgi Pálsson var eins og oft áður stigahæstur í liði Njarðvíkur með 24 stig. Hjá Keflavík var Reggie Dupree með 22 stig.

Njarðvík fer upp í fjórða sæti deildinnar með sigrinum en liðið er með 18 stig. Keflavík er við hlið KR á toppnum með 22 stig.

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður