Mjög dimm hríð á fjallvegum eystra

15.02.2016 - 17:01
Mynd með færslu
Safnmynd.  Mynd: Gísli Einarsson  -  RÚV
Búist er við mjög dimmri hríð á fjallvegum norðaustan- og austanlands í kvöld. Gert er ráð fyrir suðaustanstormi 20-25 metrum á sekúndu og mikilli rigningu suðaustantil og á Austfjörðum en minni úrkomu norðaustanlands.

Sunnan- og vestanlands verður væg þíða til kvölds og talsverð rigning, en bleytuhríð á fjallvegum og sums staðar skafrenningur. Það hefur verið frekar hvasst á sunnanverðu landinu í dag en það lægir suðvestan- og vestantil í kvöld en snýst í hvassa vestanátt snemma í nótt með éljum og kólnandi veðri. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV