Minimaliskur lífsstíll eða nægjusemi

12.01.2016 - 13:17
Áslaug Guðrúnardóttir hefur sent frá sér bók um minimaliskan lífsstíl og kom til Bergsson og Blöndal til að ræða um bókina.

En hvað er minimalískur lífsstíll?

Í minum huga þýðir það að losa sig við það sem maður þarf ekki, hvort sem það eru veraldlegir hlutir eða annað í lífinu, eiga það sem þú þarft að eiga og vilt eiga og losa sig við hitt, segir Áslaug. Maður þarf að haga lífi sínu þannig að spyrja sig "nýt ég þess að gera þetta eða ekki?" Og gera þá frekar það sem maður nýtur og þykir vænt um.

Persónuleg bók

Bókin varð öðruvísi en ég hélt, segir Áslaug. Ég hélt að ég myndi nálgast þetta eins og fréttamaður og bókin yrði einhverskonar uppflettirit en smám saman varð bókin uppfull af persónulegum litlum sögum úr mínu lífi og miklu skemmtilegri en ég hafði kannski búist við í byrjun. Það runnu upp úr mér sögur og þetta varð virkilega skemmtilegt ferðalag.

Spjallið allt má heyra með því að ýta á myndina hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
Felix Bergsson
dagskrárgerðarmaður
Bergsson og Blöndal
Þessi þáttur er í hlaðvarpi