Milt veður í dag en rysjótt næstu daga

22.01.2016 - 07:27
veðurathugunarstöð
 Mynd: Sigurd Decroos  -  RGBStock
Það verður austanátt í dag, víða 8-15 m/s. Milt veður og rigning, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Nokkuð hvöss suðlæg átt og áfram vætusamt um helgina, en úrkomulítið á Norður- og Norðausturlandi.

Él sunnan- og vestanlands eftir helgi og kólnar í veðri.
Það eru því horfur á nokkuð rysjóttu veðri næstu daga. Þó sem betur fer
ekkert í líkingu við ofsaveðrið sem gerði þann 22. janúar árið 1975 og
olli miklum skemmdum, einkum á Suðurlandi.

Mynd með færslu
Fréttastofa RÚV