„Milljarður rís“ á Ísafirði

19.02.2016 - 14:09
Dansbyltingin „Milljarður rís“, sem er í þetta skiptið sérstaklega tileinkuð konum á flótta, fór fram í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í hádeginu, líkt og víða um heim. Nemendur í grunnskólanum á Ísafirði settu á sig dansskóna og dönsuðu við starfsfólk í stjórnsýsluhúsinu sem og fleiri.

Það er UN Women sem stendur fyrir átakinu og er þetta í fjórða sinn sem heimsbyggðin kemur saman og dansar fyrir réttlæti, gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi. 

Í ár var dansað í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, í Reykjanesbæ, í Neskaupstað og á Höfn í Hornafirði. 

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV