Miklar gaslindir undan vesturströnd Afríku

29.01.2016 - 05:24
Mynd með færslu
Leigubílar, smárútur og almenningsvagnar í Dakar eru með skrautlegasta móti og hafa lengi sett svip sinn á borgina.  Mynd: D. Prieur  -  Wikimedia Commons
Miklar gaslindir fundust nýlega undan ströndum Vestur-Afríkuríkjanna Senegals og Máritaníu. Bandaríska olíuleitarfyrirtækið Kosmos hefur stundað tilraunaboranir á hafsvæði við landhelgismörk landanna tveggja undanfarið, og nú hefur verið tilkynnt að sú leit hafi borið árangur. Talið er að ná megi um 450 milljörðum rúmmetra af gasi úr hólfi undir hafsbotninum á þessum slóðum. Thierno Alassane Sall, orkumálaráðherra Senegals, fagnar gasfundinum mjög og segir hann breyta öllu fyrir landið.

Í sjónvarpsviðtali sagði Sall gasfundinn bestu fréttir sem hægt sé að hugsa sér fyrir senegölsku þjóðina. Þetta mikla gasmagn geri Senegölum kleift að vera sjálfum sér nægir með orku, og þeir geti þar að auki flutt út gas til annarra landa og aukið þannig þjóðartekjur, sagði ráðherrann.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir