Mikill máttur í kraftmikilli kvenhetju — ★★★★★

Kvikmyndagagnrýni
 · 
Kvikmyndir
 · 
Poppland
 · 
Þriðjudagsbíó
 · 
Menningarefni

Mikill máttur í kraftmikilli kvenhetju — ★★★★★

Kvikmyndagagnrýni
 · 
Kvikmyndir
 · 
Poppland
 · 
Þriðjudagsbíó
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
23.12.2015 - 10:22.Hulda G. Geirsdóttir.Poppland
Star Wars - The Force Awakens hefur glatt milljónir Star Wars aðdáenda um allan heim undanfarna daga enda slegið aðsóknarmet hvarvetna. Myndin stendur fyllilega undir væntingum, að mati Huldu Geirsdóttur, kvikmyndarýnis Popplands.

Í þessum sjöunda kafla Stjörnustríðs sögunnar kynnumst við nýjum söguhetjum, auk þess sem gamlir vinir láta sjá sig. J.J. Abrahams leikstjóri reynir ekki að finna upp hjólið heldur rær á gömul mið, en gerir það afskaplega vel, svo öll umgjörð og uppbygging skapar stórfenglega sögu.

Kvenhetjan Rey er frábær viðbót við annars skrautlega flóru persóna, töffari sem lætur ekkert stöðva sig og nærir máttinn innra með sér og utan. Vel hefur tekist til við val á leikurum og nýju persónurnar eru sterkar og vel gerðar. Leikur er sannfærandi, leikmynd, tæknibrellur og búningar í hæsta gæðaflokki og sagan er bæði skemmtileg og spennandi. Fjölda margar tilvísanir er að finna í eldri myndirnar sem krydda áhorf þeirra sem til þekkja, en á sama tíma má segja að myndin standi alveg undir sjálfstæðu áhorfi þeirra sem ekkert þekkja til Stjörnustríðsins.

Star Wars - The Force Awakens er frábær og fær fullt hús - fimm stjörnur.