Mikill fjöldi á Fiskideginum mikla

12.08.2017 - 17:03
Mynd með færslu
 Mynd: Vigdís Diljá Óskarsdóttir  -  RÚV
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á Dalvík í dag þar sem Fiskidagurinn mikli er haldinn. Svæðið fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar var þéttskipað í dag þegar boðið var upp á margvísleg skemmtiatriði: söng, leik og messu. Annars staðar í bænum var um margt að velja: fiskisýningar, fornbílasýningar, sjóferðir og fleira.

Í kvöld verða svo Fiskidagstónleikarnir haldnir og skemmtun kvöldsins lýkur með flugeldasýningu skömmu fyrir miðnætti.

Mynd með færslu
 Mynd: Vigdís Diljá Óskarsdóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Vigdís Diljá Óskarsdóttir  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Vigdís Diljá Óskarsdóttir  -  RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV