Mikið mannfall í Afganistan í fyrra

14.02.2016 - 09:22
epa04709704 An Afghan man who was injured in a suicide bomb attack receives medical treatment at local hospital in Jalalabad, Afghanistan, 18 April 2015. A suicide bomber killed at least 30 people and injured 88 in a crowded area in eastern Afghanistan,
 Mynd: EPA
Alls særðust eða dóu 11.002 í árásum og öðrum hernaðaraðgerðum í Afganistan í fyrra. Það eru fjórum prósentum fleiri en árið 2014. Þetta kemur fram í samantekt Sameinuðu þjóðanna, sem var kynnt í dag. Af þessum dóu 3.545. Fjórðungur þeirra voru börn og konur voru tíundi hluti hinna föllnu.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV