Mikið mannfall í Afganistan 2017

epa06042876 People carry an Afghan man who was injured in a suicide bomb blast, to a local hospital, in Lashkargh, capital of Helmand province, Afghanistan, 22 June 2017. According to media reports 29 people were killed in a suicide bomb blast near Kabul
Særður maður fluttur á sjúkrahús eftir sprengjutilræði í Afganistan í maí.  Mynd: EPA
Fjöldi almennra borgara féll í stríðsátökunum í Afganistan á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Þar segir að 1.662 almennir borgarar hafi fallið og 3.500 særst í átökum og árásum í landinu fyrri hluta ársins, nærri fimmtungurinn í höfuðborginni Kabúl.

Meirihlutinn hafi fallið í árásum Talibana og hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins, en einnig margir í árásum öryggissveita stjórnvalda. Mest varð manntjónið í sprengjutilræði í Kabúl í maí þegar meira en 150 létu lífið og hundruð særðust.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 26.500 almennir borgarar fallið í stríðinu í Afganistan síðan í byrjun árs 2009, nærri 49.000 hafi særst.