Mikið grín gert að leikhæfileikum Van Gaal

29.02.2016 - 12:01
epa05185259 Manchester United's manager Louis van Gaal (bottom) gestures to fourth official Mike Dean (C) as Arsenal manager Arsene Wenger (R) looks on during the English Premier League soccer match between Manchester United and Arsenal FC at th Old
 Mynd: EPA
Hollendingurinn Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United fór á kostum í gær í miðjum leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sem United vann 3-2. Van Gaal vildi meina að Alexis Sanchéz leikmaður Arsenal hefði kastað sér niður án þess að nokkur leikmaður United kæmi við hann. Til að undirstrika þetta fyrir fjórða dómara leiksins ákvað Van Gaal að leika meinta dýfu Alexis Sanchéz.

Mikið grín hefur verið gert að þessum leikrænu tilþrifum hollenska stjórans og ýmis tilbrigði verið unnin úr myndskeiði frá þessum tilburðum Van Gaal sem ganga um netheima. Meðal annars hefur verið útbúið myndskeið sem sýnir Portúgalann José Mourinho sem leyniskyttu skjóta Van Gaal, en Mourinho hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá United um nokkurt skeið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður