Mickelson sló í gegnum girðingu (myndband)

03.02.2016 - 18:03
epa04803270 Phil Mickelson (R) of the US follows his tee shot on the first hole as Jimmy Walker (L) of the US looks on during practice for the 115th US Open Championship golf tournament at Chambers Bay in University Place, Washington, USA, 16 June 2015.
 Mynd: EPA
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson lenti í vandræðum á öðrum keppnisdegi á Framers Insurance Open mótinu sem fram fór á PGA-mótaröðinni um síðastliðna helgi. Eftir slæmt högg á 18. braut neyddist Mickelson til að slá í gegnum rimlagirðingu á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu.

Mickelson er þekktur fyrir einstaka hæfileika þegar kemur að því að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum. Í þessu tilviki hafði þessi frábæri kylfingur ekki mikið pláss til að athafna sig en náði þrátt fyrir að það slá boltann fimlega í gegnum rimlagirðingunni með blendingskylfu.

Höggið hafnaði raunar í næstu glompu og lék Mickelson þessa par-5 braut á sjö höggum eða tveimur höggum yfir pari. Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður