Michael Nyqvist er látinn

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot úr kvikmyndinni Karla

Michael Nyqvist er látinn

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni
27.06.2017 - 20:36.Birta Björnsdóttir
Sænski leikarinn Michael Nyqvist er látinn, 56 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Sænska ríkissjónvarpið, SVT, og vefmiðillinn Dagens nyheter greindu fyrst frá andláti leikarans.

Í yfirlýsingu frá talsmanni leikarans segir meðal annars; „Það er með sorg í hjarta sem ég staðfesti að okkar heittelskaði Michael, sem var einn af virtustu og hæfileikaríkustu leikurum Svíþjóðar, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í dag eftir baráttu við lungnakrabbamein.“

Nyquist var fæddur í Stokkhólmi árið 1960. Hann lék á ferlinum fjölmörg hlutverk bæði á leiksviði og í kvikmyndum. Hann fór með titilhlutverkið í kvikmynd landa síns, Lukasar Moodysson, Tilsammans, og lék einnig í Hollywood-myndum á borð við John Wick og Mission Impossible: Ghost Protocol.

Nyquist er þó líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem blaðamaðurinn Mikael Blomkvist í kvikmyndunum Karlar sem hata konurStúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi, eftir samnefndum bókum Stiegs Larsson. Larsson lést úr hjartaáfalli árið 2004, fimmtugur að aldri, áður en bækur hans voru gefnar út. 

Fréttin hefur verið uppfærð.