Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaunin

10.04.2014 - 15:41
Mynd með færslu
Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Þau voru veitt á Nýsköpunarþingi í dag. Meninga rekur heimilisfjármálavefinn http://meniga.is/
Meniga er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilsfjármálahugbúnaðar, segir í tilkynningu Nýsköpunarmiðstöðvar, og með 17 viðskiptavini í 14 löndum. Heimilisfjármálavefurinn meniga.is hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og er nú notaður af fimmtungi heimila í landinu. Hann er rekinn í samstarfi við Arionbanka, Íslandsbanka og Landsbankann. 
Fyrirtækið var stofnað 2009 og er með starfsemi í Reykjavík, Stokkhólmi og Lundúnum. Áttatíu starfa hjá fyrirtækinu. Á næstunni mun hugbúnaður Meniga ná til 15 milljóna netbankanotenda í 14 löndum. 
Tilgangur Nýsköpunarverðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslu sem eru á milli rannsókna, þekkingaröflunar og verðmætasköpunar í atvinnulífinu, segir í tilkynningu Nýsköpunarmiðstöðvar