Meistararnir lentu í vandræðum gegn Fylki

04.02.2016 - 23:00
Mynd með færslu
Gróttukonur taka á móti Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ.
Íslandsmeistarar Gróttu höfðu betur gegn Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 25-23. Fylkir stóð lengi í meisturunum sem höfðu að lokum betur með tveimur mörkum.

Eva Björk Davíðsdóttir var atkvæðamest í liði Gróttu með átta mörk. Hjá Fylki skoraði Patricia Szölösi níu mörk. Fylkisliðið hefur verið í mikilli sókn að undanförnu og sást það vel á spilamennsku liðsins gegn sterku liði Gróttu í kvöld.

Grótta er með þriggja stiga forystu á toppi Olís-deildar kvenna með 31 stig. Haukar og ÍBV koma þar á eftir með 28 stig. Fylkir er í 8. sæti með 16 stig og er sæti í úrslitakeppni innan seilingar.

Staðan í Olís-deild kvenna

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður