Máttur Stjörnustríðs sá mesti í Bandaríkjunum

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
Star Wars - The Force Awakens
 Mynd: Star Wars

Máttur Stjörnustríðs sá mesti í Bandaríkjunum

Erlent
 · 
Kvikmyndir
 · 
Norður Ameríka
 · 
Menningarefni
07.01.2016 - 01:44.Róbert Jóhannsson
Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, The Force Awakens, varð í kvöld tekjuhæsta mynd allra tíma í Bandaríkjunum. Þetta staðhæfir Disney, framleiðandi myndarinnar. Eftir sýningar kvöldsins fer hún framúr Avatar sem þénaði 760,5 milljónir bandaríkjadala á sínum tíma.

Avatar stendur Stjörnustríði þó framar á heimsmarkaði enn sem komið er.
Máttur Stjörnustríðs er enn mikill og hefur nýjustu myndinni verið vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. The Force Awakens varð sú mynd sem var fljótust að hala inn yfir einn milljarð dala í miðasölu, og það áður en myndin var tekin til sýninga í Kína. Auk þess á myndin met yfir tekjuhæsta frumsýningardag sögunnar og stærstu frumsýningarhelgi sögunnar, auk fjölda annarra.

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Menningarefni

Miðasala á Star Wars nemur 88 milljónum

Kvikmyndir

Stjörnustríð sneggst í milljarð dala

Tækni og vísindi

Stjörnustríð: Mátturinn glæðist enn

Trúarbrögð

Stjörnustríðið slær öll met