Markalaust hjá Þjóðverjum og Svíum

17.07.2017 - 20:44
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Þýskaland og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli í síðari leik dagsins í B-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Bæði lið náðu að skapa sér nokkur góð færi í leiknum án þess að skora í Breda í kvöld.

Liðunum er spáð góðu gengi í mótinu og er búist við að liðin komist upp úr B-riðli. Fyrr í dag hafði Rússland betur gegn Ítalíu í B-riðli.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður