María á hraðleið upp heimslistann

12.01.2016 - 11:31
Mynd með færslu
María Guðmundsdóttir fagnar 3. sætinu, vel merkt Alaska-háskólanum, ásamt norsku skíðakonunum í Montana-ríki í gær.  Mynd: SKÍ
Skíðakonan María Guðmundsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna á nýju ári en hún varð í 3. sæti á háskólamóti í svigi á Sky Blue-skíðasvæðinu í Montana-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld.

Skíðasamband Íslands áætlar að María fari upp um 60 til 70 sæti á næsta heimslista og að hún verði með í kringum 20 FIS-punkta, en hún fékk 18,50 FIS-punkta fyrir mótið í gær sem er besti árangur hennar hingað til. Því lægri sem FIS-punktarnir eru, því betra. María er sem stendur í 210. sæti en ætti að komast í 150. til 140. sæti á næsta lista.

Norrænir keppendur voru í aðalhlutverkum á mótinu en norskar skíðakonur röðuðu sér í tvö efstu sætin. María hóf nám í Alaska-háskólanum í Anchorage nýverið og hefur gert frábæra hluta í háskólakeppninni frá áramótum.