Margt ferðamanna við Jökulsárlón

13.02.2016 - 11:05
Jökulsárlón
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Mikil umferð ferðamanna hefur verið við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í febrúar. Nú er ekki siglt á lóninu, enda er það að miklu leyti ísi lagt.

Daniel Nutolo, starfsmaður Glacier Lagoon við Jökulsárlón, segir að fólk sé engu að síður uppnumið af staðnum og sumir dvelji lengi við ljósmyndun, í misjöfnu veðri. Tugir sela í lóninu veki ekki síst athygli þessa dagana, enda séu kjöraðstæður fyrir þá að flatmaga, á ísbrún úti í miðju lóni.

 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV