Margir eigendur iPhone 6 ósáttir

06.02.2016 - 15:14
epa04970113 A woman takes an iPhone 6S from its box as she purchases her new phone at the Apple Store in Madrid, Spain, 09 October 2015. The iPhone 6S and 6S Plus are now offered in more than 40 countries as of October 09 after the September 25 launch.
 Mynd: EPA  -  EFE
Þúsundir notenda iPhone 6 síma sitja uppi með verðlausa síma vegna þess að nýjasta stýrikerfið gerir þá ónothæfa ef það greinir að eigendur hafi látið gera við símann á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple.

Þetta fullyrðir breska blaðið Guardian og segir þetta stafa af því sem kallað sé ERROR 53 og fáir viti af, en fari ekki fram hjá neinum sem lendi í.

Þetta hendi aðallega síma ef gert hafi verið við rofa hans af einstaklingi eða fyrirtæki sem ekki njóti blessunar Apple, en eingöngu hjá þeim sem hafi sett upp nýjasta stýrikerfið, iOS 9. Þá hverfi úr símanum allar upplýsingar og myndir og ekki sé hægt að ná þeim til baka. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV