Marc Bolan, maðurinn sem fann upp glysrokkið!

Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið

Marc Bolan, maðurinn sem fann upp glysrokkið!

Tónlist
 · 
Menningarefni
 · 
Albúmið
Mynd með færslu
19.01.2016 - 17:04.Kristján Freyr Halldórsson.Albúmið
Tónlistarmaðurinn Marc Bolan stofnaði dúettinn Tyrannosaurus Rex árið 1967 og spilaði hippalega þjóðlagatónlist... en svo kom T-Rex.

Tónlistarmaðurinn Marc Bolan stofnaði dúettinn Tyrannosaurus Rex árið 1967 og spilaði hippalega þjóðlagatónlist. Eftir mikla tilraunamennsku sneri Bolan sér að rafmagnsgítarnum, málaði sig í framan og setti á sig glimmer.

Í síðasta þætti Albúmsins heyrðum við hvernig Marc Bolan fann upp glysrokkið og hlustuðum á einn helsta minnisvarða hljómsveitarinnar T-Rex, hljómplötuna Electric Warrior frá árinu 1971.

Að gamni fylgir hér að ofan myndbrot úr heimildarmynd Ringo Starr um Marc Bolan, hvar þeir tveir ásamt Elton John flytja T-Rex lagið Children of the Revolution.

Í bláa Sarps-takkanum að ofan, má svo nálgast sjálfan þáttinn. Takk fyrir að hlusta!