Måns söng Heroes í höllinni

11.03.2017 - 23:00
Hinn sænski Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015, var gestur Söngvakeppninnar í ár og var auk þess í dómnefnd. Hann flutti sigurlag sitt, „Heroes“ af miklum glæsibrag.

Einnig flutti hann lagið Glorious, og fyrr um kvöldið söng hann einnig lagið Wrong Decision, af nýjustu plötu sinni, Chameleon.