Mannskæðar bílsprengjuárásir í Jemen

25.03.2016 - 19:21
epa05206549 Fighters loyal to Saudi-backed Yemeni government take positions during clashes with Houthi rebels and their allies in the central city of Taiz, Yemen, 11 March 2016. According to reports, Saudi-backed Yemeni forces have advanced in the central
Hermenn stjórnarliða í bardögum í Taez.  Mynd: EPA
Að minnsta kosti 22 létust í þremur sprengjuárásum í hafnarborginni Aden í Jemen í dag. Árásunum var beint að stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, en hún hefur tímabundið aðstetur í borginni.

Tvær árásanna voru sjálfsmorðsárásir. Þær sprungu á sama tíma í útverfum borgarinnar, en þriðju sprengjunni var komið fyrir í sjúkrabíl í miðbænum. 

Nýlega var samið um vopnahlé í Jemen, sem taka á gildi 10. apríl. Friðarviðræður eiga að hefjast ríflega viku síðar, þann 18. apríl.  Yfir 6000 manns hafa látið lífið frá því átökin í Jemen hófust á síðasta ári. 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV