Mannskæð sprenging í Istanbúl

12.01.2016 - 09:04
Policemen secure an area at the historic Sultanahmet district, which is popular with tourists, after an explosion in Istanbul, Tuesday, Jan. 12, 2016. The private Dogan news agency says at least two people were hospitalized following an explosion in the
 Mynd: AP
Tíu létu lífið og fimmtán særðust, sumir alvarlega, þegar sprengja sprakk í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Tyrkneskir miðlar greina frá því að þetta hafi verið sjálfsmorðsárás en það hefur ekki verið staðfest.

Tyrknesk yfirvöld segja að grunur leiki á að þetta hafi verið hryðjuverkaárás. Sprengjan sprakk í Sultanahmet, einum elsta hluta borgarinnar, sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Sprengingin var öflug og heyrðist í víða í borginni. Lögregla hefur girt af stórt svæði og fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla eru á vettvangi.

, , , ,
Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV