Manchester City vann Brighton

12.08.2017 - 19:36
epa06140473 Manchester City's Sergio Aguero (2-L) in action during the Premier League match between Brighton and Manchester City at the Amex Stadium, Brighton, East Sussex, Britain, 12 August 2017.  EPA/GERRY PENNY EDITORIAL USE ONLY. No use with
 Mynd: EPA
Manchester City og Brighton & Hove Albion mættust á Falmer Stadium í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-0 fyrir City en það tók lærisveina Pep Guardiola 70 mínútur að brjóta nýliðana á bak aftur.

Það voru nokkur ný andlit í byrjunarliði Manchester City í dag en markvörðurinn Ederson Moraes byrjaði leikinn ásamt bakvörðunum Kyle Walker og Danilo. Miðjumaðurinn Bernardo Silva kom svo inn á undir lok leiks. 

Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og eiga töluvert fleiri marktilraunir þá tók það leikmenn Manchester City heilar 70 mínútur að koma knettinum loks í netið en þar var að verki Sergio Aguero eftir sendingu frá David Silva. Fimm mínútum síðar varð Lewis Dunk fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum á síðustu fimmtán mínútum leiksins og lokatölur því 2-0 fyrir Manchester City.

epa06140569 Manchester City's Sergio Aguero (R) scores during the Premier League match between Brighton and Manchester City at the Amex Stadium, Brighton, East Sussex, Britain, 12 August 2017.  EPA/GERRY PENNY EDITORIAL USE ONLY. No use with
 Mynd: EPA
Mynd með færslu
Runólfur Trausti Þórhallsson
íþróttafréttamaður