Manchester City deildarbikarmeistari

28.02.2016 - 19:27
epa05185423 Manchester City's Fernandhino reacts after giving away a foul against Liverpool during the English Capital One Cup final  at Wembley Stadium in London, Britain, 28 February 2016.  EPA/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized
Fernandhino skoraði fyrir City í dag.  Mynd: EPA
Manchester City er deildarbikarmeistari eftir sigur á Liverpool í vítaspyrnukeppni. Fernandinho kom City yfir í upphafi síðari hálfleiks en Philippe Coutinho jafnaði metin fyrir Liverpool. Jafnt var í leikslok og einnig eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Markvörðurinn Willy Caballero var hetja City en hann varði þrjár vítaspyrnu frá leikmönnum Liverpool. Yaya Toure skoraði úr síðustu spyrnu City og tryggði liðinu titilinn.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður