„Málið gegn þeim var aldrei sannað“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið
 · 
Kastljós
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningin
 · 
Out of Thin Air
 · 
Menningarefni

„Málið gegn þeim var aldrei sannað“

Guðmundar- og Geirfinnsmálið
 · 
Kastljós
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningin
 · 
Out of Thin Air
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
23.08.2017 - 11:01.Davíð Roach Gunnarsson.Kastljós, .Menningin
„Það var reyndar sagan sem fann mig,“ segir Dylan Howitt, leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin um hvernig það kom til að hann leikstýrði Out of Thin Air sem frumsýnd var í Bíó Paradís á dögunum.

Howitt segist hafa verið fengið inn sem leikstjóri af framleiðslufyrirtækinu Mosaic Films og komið til Íslands í þrjá daga snemma árs 2015 til að kanna jarðveginn. „Á þeim tíma vissum við ekki hvernig við ætluðum að segja söguna,“ segir Howitt. Eftir að tala við fólk og taka upp stutta prufumynd hafi hlutir farið að smella og hann hafi séð að þetta væri efni í kvikmynd. „Fyrst af öllu er það þessi myrka ráðgáta. Hvað varð um þessa tvo menn sem hurfu við þessar undarlegu kringumstæður? En þegar nánar að er gáð er það líka ráðgátan um það sem kom fyrir sakborningana sex.“

Kvikmyndin Out of Thin Air verður sýnd á RÚV 11. september.

Annað sem vakti athygli hans voru spurningar um hverfulleika minninga og falsminningar. „Er það mögulegt að muna eftir einhverju sem maður gerði ekki og sá ekki ... eiga nákvæma sjónræna minnigu um eitthvað sem aldrei átti sér stað?“ Það þriðja sem heillaði Howitt var svo tíminn og staðsetningingin, að endurskapa áttunda áratuginn með tilheyrandi tónlist, tísku og tíðaranda.

Hefði verið dýpri

Margir sem tengdust málinu neituðu að veita viðtöl vegna myndarinnar: lögreglumenn sem komu að rannsókninni, tveir sakborninganna, Kristján Viðar Viðarsson og Albert Klahn Skaftason, og fjölskyldur Guðmundar og Geirfinns. „Það fannst mér langleiðinlegast. Auðvitað hefði myndin verið dýpri hefði allt þetta fólk talað við okkur en ég held að hún sé í lagi eins og hún er,“ segir Howitt.

Mynd með færslu
 Mynd:  -  RÚV
Gestir á frumsýningu myndarinnar í Bíó Paradís.

Howitt segir kjarna málsins felast í skorti á staðreyndum og mikið af getgátum. „Við vitum að Guðmundur fór á þennan bar og að hann fór þaðan út, og að annað fólk sá hann. Svo er hann horfinn og málið kulnar alveg. Eins með Geirfinn, hann fékk þessa undarlegu símhringingu. Hann fer í Hafnarbúðina, skilur bílinn eftir, gengur í burtu og þar endar það. Málið kulnar. Það er ekkert lík, það eru engin líkamleg ummerki og engin vitni.“

Sævar Ciesielski í Hæstarétti. Skjáskot úr sjónvarpsupptöku.
 Mynd:  -  RÚV
Sævar Ciesielski í Hæstarétti. Skjáskot úr sjónvarpsupptöku.

Málið þunnt

Out of Thin Air hefur verið sýnd á erlendum kvikmyndahátíðum og Howitt segir viðtökurnar hafa verið góðar en fólk sé almennt hissa yfir að slíkir atburðir hafi gerst á Íslandi. „Ég held að fólk líti á Ísland sem mjög ljúft og frjálslegt og jafnréttissinnað land, og það er mjög slegið yfir því að mögulega hafi svona valdmisbeiting átt sér stað; svona löng einangrunarvist, jafnvel pyndingar og lyfjagjöf.“

En hvað heldur hann sjálfur? „Málið gegn þeim var aldrei sannað. Ég held að það sé á ábyrgð íslenska ríkisins að sanna sekt þeirra. Þau eru saklaus uns sekt er sönnuð, og mér finnst málið gegn þeim frekar þunnt. Ég veit ekki hvort þau gerðu þetta. En ég er nokkuð viss um að lögreglurannsóknin hafi verið frekar léleg og ég held að málið hafi ekki verið sannað.“

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Out of Thin Air frumsýnd á Íslandi

Innlent

Erla: „Vissi innst inni að þetta gerðist ekki“

Kvikmyndir

Netflix þjófstartar íslenskri kvikmynd

Endurupptökur Guðmundar- og Geirfinnsmála