Málarekstri vegna flugbrautar haldið áfram

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í viðtali við fréttastofu RÚV.
 Mynd: RÚV
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í vikulegum pósti sínum að málarekstri borgarinnar vegna flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli verði haldið áfram.

Í vikunni vísaði Héraðsdómur frá kröfu borgarinnar gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna því að loka brautinni.

Meirihluti borgarstjórnar telur að með því sé ekki staðið við samninga frá 2013 um að endurskoða skipulagsreglur fyrir flugvöllinn og tilkynna eigI um lokun varaflugbrautarinnar.  

Héraðsdómur taldi að orðalag kröfunnar væri ekki nógu skýrt og óljóst hver réttaráhrif yrðu að því væri hún tekin til greina. Dagur segir að stefna þurfi málinu aftur inn eða áfrýja til hæstaréttar, hvort sem verður þýði það nokkurra vikna seinkun á málflutningi. Borgarlögmaður taki nú ákvörðun um næstu skref. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV