Maðurinn sem ráðist var á er látinn

18.06.2014 - 18:18
Mynd með færslu
Maðurinn sem ráðist var á á Hvammstanga á laugardagskvöld er látinn. Hann var á fertugsaldri. Fjórir menn sem grunaðir eru um verknaðinn sitja í gæsluvarðhaldi á Akureyri.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir árásina, lífshættulega slasaður.

Minningar- og bænastund verður haldin í Hvammstangakirkju klukkan 19 í kvöld. Sóknarprestur kirkjunnar segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að halda bænastundina eftir samtali við vini mannsins.