Maður handtekinn vegna mansals

19.02.2016 - 00:35
Mynd með færslu
 Mynd: Þórir Níels Kjartansson  -  RÚV
Karlmaður var handtekinn í Vík í Mýrdal í dag vegna gruns um mansal. Frá þessu er greint á Vísir.is í kvöld.

Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Vísis leituðu lögreglumenn þolenda mansals eftir ábendingu um að þeir væru nýttir sem þrælar í vinnu. Samkvæmt heimildum Vísis fundust tvær konur sem hafa nú stöðu þolenda mansals.
Lögreglan á Suðurlandi hefur engar upplýsingar veitt um málið.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV