Macron styður Ólympíuumsókn Parísar

14.05.2017 - 23:12
epa05944449 French presidential election candidate for the 'En Marche!' (Onwards!) political movement, Emmanuel Macron, is cheered as he delivers a speech during an election campaign rally in Albi, France, 05 May 2017. France will hold the
 Mynd: EPA
París fékk öflugan stuðning í von sinni um að verða gestgjafar Ólympíuleikanna 2024 í dag þegar nýkjörinn forseti lýsti yfir eindregnum stuðningi við umsóknina.

Emmanuel Macron, sem tók formlega við embætti forseta í dag, hafði samband við borgarstjórann Anne Hidalgo og sagði hugmyndina um Ólympíuleika vera skref í rétta átt við að auka bjartsýni meðal þjóðarinnar. Macron sagði við stuðningsmenn sína í ráðhúsi borgarinnar að hann standi þétt við bak umsóknarinnar. Þriggja daga könnun hóps á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar hófst í París í dag, að sögn AFP fréttastofunnar.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV