MA í undanúrslit í Gettu betur - myndskeið

17.03.2017 - 22:10
Menntaskólinn á Akureyri tryggði sér sæti í kvöld í undanúrslitum í spurningakeppninni Gettu betur. MA-ingar lögðu lið Fjölbrautaskóla Suðurlands með 26 stigum gegn 23. Jafnræði var með liðunum í upphafi. Bæði hlutu þau 13 stig í hraðaspurningum og svo fór að svo litlu munaði í endann að ef FSu hefði svarað síðustu spurningunni rétt hefði keppnin farið í bráðabana.

Í lokin var dregið í riðla í undankeppninni, sem hefst á fimmtudaginn kemur. Þá mætast Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri og á laugardaginn kemur mætast Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn á Egilsstöðum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Gettu betur 2017
Gettu betur