LSH: Sjúklingar sendir á Akranes og Selfoss

10.02.2016 - 00:28
Borgarspítalinn að vetri til, séð frá Efstaleiti.
 Mynd: RÚV
Tveir sjúklingar voru í kvöld fluttir frá Landspítalanum í Fossvogi til Sjúkrahússins á Akranesi og einn til sjúkrahússins á Selfossi, vegna gríðarlegs álags á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í dag. Rætt var um að senda fleiri sjúklinga þaðan til sjúkrahúsanna á Selfossi, Akranesi og Reykjanesi, en það hefur ekki verið gert enn.

Davíð Þórisson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, sagði í samtali við fréttstofu að álagið og plássleysið hafi verið svo mikið á tímabili að til tlas hafi komið að setja rúm út í sjúkrabílainnkeyrsluna til að taka á móti sjúklingum þar. Til þess kom þó ekki. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV