Lorde á toppi Vinsældalista Rásar 2

15.04.2017 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Svala sleppir Eurovision-höndunum af toppsætinu og fer niður í fimmta sætið með lagið „Paper“. Nýtt topplag Rásar 2 er „Green Light“ með nýsjálensku tónlistarkonunni Lorde, Ed Sheeran kemur nýr inn á lista í annað sætið með lagið „Galway Girl“ og í því þriðja er Rag'n'Bone Man með lagið „Skin“.

Til viðbótar við Ed Sheeran koma fimm flytjendur nýir inn á listann; Gavin James, Bubbi, Steinar, Mugison og færeyska hljómsveitin Danny & The Veetos.

Skoðaðu nýjan Vinsældalista Rásar 2 - Vika 15
Frumfluttur lau. kl. 15 | Endurfluttur sun. kl. 19:20
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Dagskrárgerð: Sighvatur Jónsson

Mynd með færslu
Sighvatur Jónsson
Vinsældalisti Rásar 2
Þessi þáttur er í hlaðvarpi