Loka á tveimur kjarnaofnum

09.03.2016 - 08:22
Erlent · Asía · Fukushima · Japan
epa05201173 (36/39) (FILE) A file picture shows tsunami devastated Shizugawa district in Minami Sanriku of Miyagi Prefecture, northern Japan, 14 March 2011. March 11, 2016 marks the fifth  anniversary of the 9.0-magnitude earthquake and subsequent tsunami
Senn verður þess minnst að fimm ár eru liðin frá Fukushima kjarnorkuslysinu.  Mynd: EPA
Dómstóll í Japan fyrirskipaði í dag að tveimur kjarnaofnum kjarnorkuvers skyldi lokað. Ástæðan er áhyggjur sem menn hafa af öryggi kjarnaofnanna. Einungis eru nokkrir dagar þar til þess verður minnst að fimm ár eru frá Fukushima kjarnorkuslysinu. Þetta er fyrsta fyrirskipun um lokun kjarnorkuofna eftir að hertar öryggisreglur voru settar um starfsemi kjarnorkuvera í Japan eftir kjarnorkuslysið í Fukushima 2011.
Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV