Lögreglumenn við öryggisgæslu

11.08.2017 - 14:32
epa06137196 A Spanish Civil Guard (L) keeps watch as travelers queue in front of security control points during a partial strike called by airport's security guards at Barcelona El Prat airport, in Barcelona, northeastern Spain, 11 August 2017, a day
Öngþveiti á flugvellinum í Barselóna vegna verkfalls öryggisvarða.  Mynd: EPA  -  EFE
epa06137197 Travelers wait in a long queue to cross security control points during a partial strike called by airport's security guards at Barcelona El Prat airport, in Barcelona, northeastern Spain, 11 August 2017, a day after they decided not to
 Mynd: EPA  -  EFE
Lögreglumenn voru kallaðir til í dag til að sinna öryggisgæslu á El Prat flugvelli í Barselóna á Spáni. Öryggisverðir lögðu niður vinnu í fjórar klukkustundir til að mótmæla vinnuálagi á flugvellinum, fólksfæð við öryggisvörsluna og lélegum launum. Þeir hafa gripið til sams konar aðgerða nokkrum sinnum síðustu daga og á mánudag hyggjast þeir vera í verkfalli í heilan dag.

Samningaviðræður við öryggisverðina hafa engan árangur borið. Meðal annars hafa þeir hafnað átján prósenta launahækkun. Þeir starfa sem verktakar á flugvellinum. Stjórnvöld í Madríd ákváðu að kalla til lögreglumenn til að sjá til þess að öngþveiti skapaðist ekki á vellinum. Mikið annríki er þar um þessar mundir vegna sumarleyfa á Spáni og hvarvetna annars staðar í Evrópu.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV