Lögreglan lýsir eftir Bjarna Frey

Mynd með færslu
 Mynd: lögreglan  -  Lögreglan á höfuðborgarsvæ�
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Bjarna Frey Þórhallssyni sem ekkert hefur spurst til frá því í gærmorgun. Bjarni er 20 ára, meðalmaður á hæð og var klæddur í brúnar buxur og leðurjakka síðast þegar sást til hans.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Bjarni hafi til umráða dökkrauða Toyotu Corolla, árgerð 2005. Númer bílsins er UK-514. Síðast er vitað um ferðir hans á bílnum á Kjalarnesi á leið norður. 

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Bjarna er bent á að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV