Lögregla lokar kosningavef Katalóníu

13.09.2017 - 20:59
Mynd með færslu
 Mynd: referendum.cat
Lögregluyfirvöld í Katalóníu lokuðu í dag vef katalónsku heimastjórnarinnar þar sem fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins er kynnt.

Forseti heimastjórnarinnar tilkynnti stuttu eftir að vefnum var lokað að tvær samskonar síður hefðu verið opnaðar á Netinu. Önnur væri hýst í Lúxembúrg og hin í Bretlandi. Þar með gæti spænska lögreglan ekki skipt sér af þeim síðum.

Saksóknari Katalóníu skipaði í gær yfirmönnum lögreglu í Katalóníu að gera upptækt allt það sem tengja mætti við skipulag og framkvæmd kosninganna sem heimastjórnin ætlar að halda þann 1. október næstkomandi.