Logndrífa á þrettándagleði á Egilsstöðum

06.01.2016 - 19:07
Stúlknakórinn Liljurnar tók lagið á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum síðdegis. Töfrandi longdrífa hlóð snjó á herðar viðstaddra og Höttur veitti íþróttamönnum viðurkenningar.

Hjálmþór Bjarnason hlaut starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu félagsins en hann hefur starfað innan frjálsíþróttagreinarinnar í mörg ár.Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir hlaut starfsmerki Hattar fyrir vinnu og stjórnarsetu en hún hefur meðal annars gegnt formannstöðu hjá fimleikadeild og skíðadeild. Íþróttamaður Hattar árið 2015 var körfuboltamaðurinn, Benedikt Þ. Guðgeirsson Hjarðar.

Í öðrum greinum urðu eftirtaldir fyrir valinu.
Blak: Valgerður Dögg Hreinsdóttir
Fimleikar: Arna Ormarsdóttir
Frjálsar íþróttir: Helga Jóna Svansdóttir
Knattspyrna: Runólfur Sveinn Sigmundsson

 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV