Logi: Vægast sagt vandræðalegt

19.01.2016 - 20:52
Logi Geirsson, sérfræðingur EM stofunnar á RÚV, fór hörðum orðum um frammistöðu íslenska landsliðiðs í handbolta eftir að liðið var 9 mörkum undir í hálfleik gegn Króatíu. Leikurinn var algjör úrslitaleikur fyrir Íslendinga um að komast í milliriðil en íslensku strákarnir fóru afar illa af stað.

„Þetta er vægast sagt vandræðalegt,“ sagði Logi um fyrri hálfleik liðsins. Logi var einnig mjög ósáttur með andleysi íslensku strákanna í leiknum.

Sjá nánar í myndbandinu hér að ofan.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður